- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
1. - 3. nóvember verður Björgunarsveitin Dagrenning á ferðinni með hina árlegu neyðarkallssölu sem er ein stærsta fjáröflun þeirra.
Neyðarkall þessa árs er tileinkaður 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og því klæddur í stíl við það björgunarsveitarfólk sem á undan okkur gengu. Anorakkur, hnébuxur, ullarhúfa og göngustafur er því þema þessa árs. Með því að kaupa Neyðarkall tekur þú þátt í uppbyggingarstarfi björgunarsveitanna í landinu og stuðlar um leið að eigin öryggi og annarra.
Stærri útgáfa af neyðarkallinum er einnig til sölu fyrir þá er vilja styrkja sveitina með hærri upphæð og sveitarfélagið Rangárþing eystra keypti að sjálfsögðu þessa stærri gerð af kallinum.
Á myndinni eru mæðgurnar Bríet Rut Magnúsdóttir og Harpa Sif Þorsteinsdóttir, fyrir hönd Dagrenningar, og Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri.