Skrifað hefur verið undir samning um endurbyggingu á Austurvegi 4 á Hvolsvelli en húsið er í eigu Rangárþings eystra við þjóðveg 1.
Bætt verður við verslunarhúsnæðið og breytingar verða á verslunarrekstri þegar húsnæðið hefur verið stækkað. Þá verður einnig byggt ofan á verslunarhlutann og en í húsinu vera allar skrifstofur sveitafélagsins, þangað flytur einnig skrifstofa byggingarfulltrúa þannig að öll skrifstofustarfsemi verður á sama stað. Einnig verður í húsnæðinu önnur skrifstofustarfsemi. Já verk mun sjá um þessar breytingar en þeir eru einnig að byggja viðbyggingu við Hjúkrunar og dvalarheimilið Kirkjuhvol. Sú framkvæmd gengur vel. PZ verkfræðistofa í Vestmannaeyjum sér um verkfræðiþáttinn í báðum byggingunum.