- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það myndaðist góð stemning í sundlauginni á Hvolsvelli í gær þegar saman voru komnar konur á öllum aldri til að taka þátt í Samfloti. Samflotið er hugsað sem vettvangur fyrir fólk að koma saman og upplifa nærandi slökunarstund í þyngdarleysi umvafin vatninu. Nokkrar jógaæfingar voru teknar áður en hettan var sett á höfuðið og var almennt álit þeirra sem tóku þátt að flotið hefði verið mjög slakandi og stundin notaleg.
Í sundlauginni á Hvolsvelli eru til tvær flothettur og því er það engin fyrirstaða ef íbúar og aðrir gestir vilja koma og prufa þessa góðu slökunaraðferð.