Nú á laugardagskvöld, 7. september, verður haldið Ljósakvöld í Guðbjargargarði við gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð. Vinafélag gamla bæjarins stendur fyrir viðburðinum og býður Björn Bjarnason formaður gesti velkomna. Pétur Hrafn Ármansson arkitekt og starfsmaður Minjastofnunar Íslands segir frá verndun Múlakots og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, stjórnar fjöldasöng með gítarleik. Kaffiveitingar verða í boði í garðinum.
Á föstudögum kl 10:00 ætlar bókasafnið á Hvolsvelli að bjóða upp á foreldramorgna. Þessar samverur eru fyrir foreldra og börn þeirra og henta þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd valdi fyrir Kjötsúpuhátíð 2024 þrjá handhafa umhverfisverðlauna sveitarfélagsins 2024. Viðurkenningin er veitt í þremur flokkum, fyrir einkagarð, fyrirtæki og býli í hefðbundum búrekstri.
Á Kjötsúpuhátiðinni 2024 var íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra tilkynntur. Íþróttafélögin og Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi eiga möguleika á að tilnefna íþróttamenn en það er svo Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd sem velur úr þeim sem eru tilnefndir.
Kvenkyns starfsmaður óskast í vaktavinnu við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Starfið felst í því að vakta útisvæði sundlaugarinnar, klefagæslu, þrifum og afgreiðslu. Um er að ræða 100% starf morgun-, kvöld og helgarvaktir.