329. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 12. september 2024 og hefst kl. 12:00
Í byrjun árs 2024 fól byggðarráð Rangárþings eystra þá nýstofnuðu fjölmenningarráði að ráðstafa styrk sem sveitarfélaginu barst frá SASS í tengslum við verkefnið sem sveitarfélagið var hluti af og ber nafnið ,,Aðgerðaráætlum um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins“.
Viðurkenning fyrir sveitarlistamann Rangárþings eystra er nú afhent í 10. sinn en bæði einstaklingar og hópar hafa fengið þessa viðurkenningu síðustu ár. Menning og listir í Rangárþingi eystra njóta sín með tónleikum og viðburðum um allt sveitarfélagið.
Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli, miðvikudaginn 11. september kl. 15:00
Nú á laugardagskvöld, 7. september, verður haldið Ljósakvöld í Guðbjargargarði við gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð. Vinafélag gamla bæjarins stendur fyrir viðburðinum og býður Björn Bjarnason formaður gesti velkomna. Pétur Hrafn Ármansson arkitekt og starfsmaður Minjastofnunar Íslands segir frá verndun Múlakots og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrverandi alþingismaður og sveitarstjóri, stjórnar fjöldasöng með gítarleik. Kaffiveitingar verða í boði í garðinum.