- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli eru heimilismenn og starfsfólk dugleg að nýta sér góða veðrið til hinna ýmsu athafna. Nú í vikunni var sett upp ein Frisbígolf karfa og voru þau sem nýttu sér körfuna ansi lúnkinn við að koma disknum í mark.
Frisbígolf svipar til golfs, eins og nafnið gefur til kynna, að því leiti að markmiðið er að fara í gegnum 9 eða 18 körfur í sem fæstum köstum og næsta kast verður að vera tekið þar sem diskurinn lenti síðast.