Óli Hilmar Briem Jónsson, arkitekt, hefur fengið styrk frá Landsbankanum til að hefja arinkubbaframleiðslu úr tólg og taði. Hann er í samstarfi við Kjartan Má Benediktsson á Hvolsvelli, um aðstöðu og tað í framleiðsluna en Kjartan er frístundabóndi á Dægru í Landeyjum. Garðar Jónsson, á Stóruvöllum í Bárðardal, mun leggja til hreinsaða tólg í fyrstu tilraunaframleiðsluna. Óli telur að arinkubbarnir séu vel samkeppnisfærir við innflutta arinkubba, m.a. eru þessir kubbar helmingi léttari, reykja minna og brenna lengur. Stefnt er að því að hefja framleiðslu á arinkubbunum á næsta ári.
Óli Hilmar tekur við styrk frá Landsbankanum