Göngum í skólann 
4. sept. –  8. okt. 2014


Við ætlum að fara í verkefnið ,,Göngum í skólann“ í Hvolsskóla.  Verkefnið ,,Göngum í skólann“ er alþjóðlegt verkefni og er nú á Íslandi í tíunda sinn. Yfirumsjón með verkefninu hefur Íþrótta-samband Íslands. Fjallgangan fimmtudaginn 4. september markar upphaf þessa verkefnis í Hvolsskóla og lýkur á Alþjóðlegum „Göngum í skólann“ degi 8. október.


Markmið ,,Göngum í skólann“ er:
að nemendur geri það að vana að ganga eða hjóla í skólann.
að nemendur læri á umhverfi sitt.
að nemendur fái virðingu fyrir sinni gönguleið og hendi þá síður rusli á götuna.
að nemendur temji sér heilbrigðari lífstíl.
góð fræðsla um umferðaöryggi.
minni umferð við skólann.


Framkvæmd:
Nemendur sem ganga /hjóla í skólann merkja við sig á sérstakt blað sem hangir uppi þar sem nemendur skrá sig inn hjá stuðningsfulltrúum. Þeir nemendur sem eru  í skólabíl fara úr honum fyrir framan íþróttahús, ganga göngustíginn bak við íþrótta- og skólabyggingu að inngöngudyrum og merkja svo við sig. 
Veggspjöld verða hengd upp, samstarf haft við lögreglu, kennarar eru hvattir til gönguferða með nemendur o.fl.

Verðlaun og viðurkenningar:
Við ætlum að hafa bekkjarkeppni milli bekkja á hverju stigi fyrir sig. Hver keppni er í eina viku. Sá bekkur vinnu sem gengur hlutfallslega oftast í vikunni. Á hverjum föstudegi verður sá bekkur, á hverju stigi, sem er með bestan árangur verðlaunaður með verðlaunagrip og fá þau fá að hafa í skóla¬stofunni í viku. Fyrsta keppnin hefst mánudaginn 8. september.

Umsjón og eftirlit
Sóley Ástvaldsdóttir og Ólafur Örn Oddsson