Í dag afhenti GJ Travel Samgöngusafninu í Skógarsafni snjóbílinn Gusa. Hann yfirgefur nú formlega vinnumarkaðinn, leggur skíðunum og mun hafa það náðugt í góðum höndum fagmannanna okkar á Samgöngusafninu.

Í honum er meðal annars hæðarmælir og áttaviti úr flugvél og hjól sem var vegalengdarmælir. Það eru hreinlega ekki allir sem eldast svona vel en Gusi nýtur þeirrar gæfu að verða bara fallegri með aldrinum.
Hálendi Íslands var leikvöllur Gusa, margra leiðangra og merkilegra uppgötvana. Afreksverk og þrekvirki fylgdu honum hvívetna.
Gusi var í eigu Guðmundar Jónssonar og er af gerðinni Bombardier frá árinu 1952.
 

Það er því viðeigandi að hann hafi það náðugt í faðmi hálendisins á Samgöngusafninu á Skógarsafni.

Hér er einnig skemmtilegt innlegg úr Landanum um snjóbílinn -  https://www.ferdir.is/gusi/