Hreyfivika UMFÍ er árleg Evrópsk herferð með það að markmiði að fleiri en 100 milljónir manna verði orðnir virkir í hreyfingu árið 2020. Einnig er það markmið að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. Við í Rangárþingi eystra höfum heilmikla möguleika á hreyfingu og útiveru. Nægir þar að nefna allar okkar fallegu gönguleiðir, sundlaug, heilsustig og líkamsrækt. Við hvetjum alla íbúa sveitarfélagsins að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ.

 

Þriðjudagur 22. september

Nokkrir áhugasamir um hlaup og stofnun hlaupahóps ætla að hittast á þriðjudögum í vetur við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli, byrjum þriðjudaginn 22. sept. kl 17.30.  Björg Árnadóttir maraþon­hlaupari ætlar að koma okkur af stað.  Allir velkomnir bæði byrjendur og lengra komnir.

Miðvikudagur 23. september

Boccia kl. 08.30 - 09:30 á nýjum og glæsilegum Bocciavelli í íþróttahúsinu.

Gönguhópurinn Sprotarnir leggur af stað frá Króktúni 8 kl. 18:20. Allir velkomnir og við hvetjum sérstaklega nýja félaga að mæta. Létt og skemmtileg hreyfing í góðum félagsskap.

 

Fimmtudagur 24. september

Félagsmiðstöðin Tvisturinn verður með ,,night game“  fyrir nemendur í  8. – 10. bekk í Tumastaðaskógi.

 

Föstudagur 25. september

Boccia kl. 08:50-9:50 í íþróttahúsinu á Hvolsvelli.

Ball fyrir nemendur á miðstigi í Hvolnum. Zumbakennari mun kíkja í heimsókn og kennir krökkunum nokkur Zumbaspor.

  

Íbúar Rangárþings eystra eru hvattir til þess að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ með einhverjum hætti. Hægt er að skella sér í sund, henda sér í ræktina, fara heilsuhringinn,  út að hjóla, gönguferðir og margt fleira. Nánari upplýsingar um Hreyfivikuna er að finna á www.hvolsvollur.is eða á UMFI.is.