Víkurkirkja í Mýrdal
Aftansöngur verður í Víkurkirkju á aðfangadag kl. 18:00.
Hátíðasvör séra Bjarna Þorsteinssonar.
Samkór Mýrdælinga syngur.
Organisti er Brian R. Haroldsson.
Eyvindarhólakirkja undir Eyjafjöllum
Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta á jóladag, kl. 13:00,
fyrir allar sóknir undir Eyjafjöllum.
Félagar úr kirkjukór Eyfellinga leiða sönginn
undir stjórn organista.
Skeiðflatarkirkja í Mýrdal
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag, kl. 14:30.
Brian R. Haroldsson organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
Reyniskirkja í Mýrdal
Hátíðarguðsþjónusta á jóladag, kl. 16:00.
Brian R. Haroldsson organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
Sólheimakapella í Mýrdal
Jólaguðsþjónusta á þriðja í jólum,
þriðjudaginn 27. desember kl. 16:00.
Kristín Björnsdóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng.
Hjallatún í Vík
Jólahelgistund á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hjallatúni,
miðvikudaginn 28. desember, kl. 17:00.
Félagar úr Samkór Mýrdælinga leiða sönginn.
Hljóðfæraleikari er Brian R. Haroldsson.
Ásólfsskálakirkja undir Eyjafjöllum
Kvöldguðsþjónusta í tilefni jóla verður haldin
miðvikudaginn 28. desember, kl. 20:30,
fyrir allar sóknir undir Eyjafjöllum.
Félagar úr kirkjukór Eyfellinga leiða sönginn.
Organisti er Guðjón Halldór Óskarsson
Kæru sóknarbörn og vinir.
Nýtið ykkur helgihald kirknanna í Víkurprestakalli um jólin og fjölmennið til kirkju.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra sérstaklega hvött til að mæta.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól, farsæld og frið.
Þakka innilega samstarf og vináttu á árinu sem er að líða.
Haraldur M. Kristjánsson
sóknarprestur