- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 28. júní nk. verður Tour de Hvolsvöllur hjólreiðakeppnin haldin. Í tengslum við keppnina verður boðið upp á Fjölskylduhjólreiðakeppni og hefst hún kl. 14:00 við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Skráning er á staðnum.
Hjóluð verður hálf leiðin sem kölluð hefur verið Ástarbraut en það er gula línan á kortinu. Hjólað verður frá íþróttamiðstöðinni, inn Njálsgerðið og Króktúnið og svo áfram. Eftir u.þ.b. 3 km verður snúið verður við á drykkjarstöð og hjólað til baka. Alls verður því hjólaðir um 6 km. Eftir keppni verða dregin út verðlaun úr hópi þátttakenda.Allir aldurshópar geta verið með en best er ef þau yngstu séu í fylgd með fullorðnum.
Nú er tækifærið að láta ljós sitt skína í hjólreiðakeppni og njóta um leið samvistana við fjölskylduna í fallegu umhverfi.
Munið að vera með hjálm!!