- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Til útleigu er hluti af Félagsheimilinu Njálsbúð í Vestur-Landeyjum þar sem áður var starfræktur grunnskóli.
Húsnæðið leigist í því ástandi sem það er í dag. Æskilegt er að umsókninni fylgi stutt lýsing á þeirri starfsemi sem að umsækjendur hyggjast hafa í húsinu. Þá er hugsanlegt að leigjendur verði húsverðir félagsheimilisins.
Tilboð sendist á netfangið isolfur@hvolsvollur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvöllur, fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 8. nóvember nk.
Húsið verður til sýnis miðvikudaginn 26. október nk. milli kl. 14;00 - 16:00. (Vinsamlegast tilkynnið komu ykkar í síma 488 4200 fyrir klukkan 12 þann dag.)
Áskilinn réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Sveitarstjóri Rangárþings eystra