- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd hefur valið íþróttamann ársins. Íþróttamaður ársins 2013 er Lárus Viðar Stefánsson. Lárus lék 17 leiki fyrir meistaraflokks
KFR í síðast liðið sumar og skoraði eitt mark. Í þessum leikjum var hann
lykilmaður á miðjusvæðinu í liði sem náði þriðja sæti í 3. deild. Árangur
liðsins fór fram úr björtustu vonum en liðið er byggt upp á heimamönnum
og kostnaður við það ekki eins mikill og við önnur félög í sömu deild.
Lárus hefur auk þessa þjálfað börn og unglinga í
sveitarfélaginu í mörg ár og er íbúum sveitarfélagsins góð fyrirmynd þegar
kemur að heilsu, næringu og hreyfingu. Lárus fær að gjöf farandbikar og
eignabikar, árskort í íþróttamiðstöðina og gjafabréf í Intersport á Selfossi.