Jónas Sig og hljómsveit hans, Ritvélar framtíðarinnar ætla að endurtaka leikinn frá því í fyrrasumar og fara í útilegutúr hringinn í kringum landið, nema í þetta sinn eru það fleiri dagar og fleiri staðir.

 

Tónleikarnir í  Gunnarshólma verða haldnir þann 23. júní nk. kl. 21:00. 
Miðaverð er 3.500,- og fer miðasala fram á midi.is og einnig er selt inn við dyr. 

Á tónleikaferðalagi þeirra síðasta sumar komust oftar en ekki færri að en vildu, svo það borgar sig að kaupa miða í forsölu á midi.is.


Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir lifandi flutning á tónleikum og því ætti enginn að missa af þessu!


Nánari upplýsingar um tónleikaferðalag þeirra má finna á facebooksíðu viðburðarins.