Kirkjuskólinn í Víkurprestakalli

Næsta laugardag, 26. nóvember, byrjum við að fjalla
um jólin í Kirkjuskólanum okkar.
Samveran verður í Víkurskóla kl. 11:15 - 12:00.

Vona að sem flestir mæti og sýni þannig
að okkur sé ekki sama um það sem 
kirkjan er að gera í samfélaginu okkar.

Hjálpumst að við að minna hvert annað
á samverur Kirkjuskólans.

Sóknarprestur


Aðventusamkoma í Mýrdal 2016

Aðventusamkoma sóknanna í Mýrdal 
verður í Víkurkirkju fyrsta sunnudag í aðventu 2016, 
sem að þessu sinni ber upp á 27. nóvember. 
Samkoman hefst kl. 16:00.

Samkór Mýrdælinga syngur undir stjórn Brians R. Haroldssonar organista.

Nemendur Tónskóla Mýrdælinga flytja tónlist tengda jólum, 
undir stjórn kennara sinna.

Jólasaga, ritningarlestur og bæn.

Að athöfn lokinni verður kveikt á 
jólatré Mýrdælinga á Guðlaugsbletti.

Kæru sóknarbörn og sveitungar.
Fjölmennum í Víkurkirkju til að íhuga boðskap aðventunnar 
og til að meðtaka gleðina  vegna komandi jóla.

Haraldur M. Kristjánsson
sóknarprestur