Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur unnið að landbótaáætlun fyrir Emstrur sem er afréttur Hvolhrepps hins forna en fellur í dag undir Rangárþing eystra. Allt frá 1990 hafa Emstrur verið friðaðar frá beit og í þessari landbótaáætlun er marmiðið eftirfarandi:


Stefnt að því að koma í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og jarðvegs á svæðinu
Að koma af stað gróðurframvindu sem leiðir til myndunar aukinna sjálfbæra gróðurlenda á afréttinum
Gróðurþekja á uppgræðslusvlðinu verði orðið amk 50% við lok á ætlunar.

Til að meta árangur af þessari áætlun verður fyrirhuguð landbótasvæði metin sumarið 2016 þar sem hlutfall gróðurs á yfirborði verður mælt á 4 stöðum innan hvers uppgræðslusvæðis. Mælingarnar verða svo endurteknar sumarið 2020 á sama hátt.