Leikskólinn Örk útskrifaði 16 nemendur við hátíðlega athöfn. Börnin sungu tvö lög og uppskáru mikið lófaklapp.

Foreldrar útskriftabarnanna  afhentu leikskólanum að gjöf veggspjöld með húsdýrum, stækkunargler og leikföng sem eiga eftir að koma sér vel á blíðviðrisdögum í sumar.  Leikskólinn fékk einnig veglega gjöf frá Eggerti Birgissyni og Hólmfríði Kristjánsdóttur foreldrum Kristjáns Birgis  í þakklætisskyni fyrir þá ummönnun og menntun sem drengurinn þeirra hefur fengið í  leikskólanum. Um er að ræða Ipad spjaldtölvu sem mun svo sannarlega nýtast okkur vel í skólastarfinu.

Að ræðuhöldum loknum fengu börnin afhenda ferilmöppu og viðurkenningaskjal og eina rauða rós að auki. Við viljum þakka nemendum og foreldrum fyrir frábært samstarf og dásamlegar samverustundir í gegnum árin.

Eftir útskrift var svo opið hús fyrir gesti og gangandi  og  viljum við þakka öllum þeim sem gerðu sér ferð til okkar til að skoða afrakstur vetrarstarfsins.

Kær kveðja
Erla Berglind
Deildarstjóri Tónalands
Leikskólinn Örk