Það var líf og fjör eftir hádegi í Hvolsskóla í dag. Þar voru saman komin nemendur úr 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna hér í sýslunni sem blönduðu geði saman og gáfu listgyðjunni lausan tauminn. Meðal þeirra listasmiðja sem í boði voru var myndlist, tónlist, matargerðarlist, skartgripagerð, ullarþæfing og margt fleira. Hver nemandi valdi tvær stöðvar og stóð hvor stöð yfir í ca 80 mín. Á milli stöðva var boðið upp á skúffuköku og drykk. Þegar listastöðvunum lauk sýndu nemendur úr hverjum skóla tvö atriði sem þau höfðu æft heima. Að lokum var svo tónlistin sett í botn og dansað inni í kvöldið. Gleðin skein úr hverju andliti en myndirnar segja meira en fleiri orð.