Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Lýðheilsugöngur á Suðurlandi


Rangárþing Eystra – Hvolsvöllur

Miðvikud. 27. sept. kl. 18:00 – Heilsustígurinn á Hvolsvelli.
Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin á Hvolsvelli
Fararstjóri: Jónína Kristjánsdóttir