Samtökin Kóder munu bjóða upp á forritunarnámskeið fyrir grunnskólanema helgina 6. - 8. maí nk. ef næg þátttaka fæst. Námskeiðinum er skipt eftir stigum og fjallar hvert námskeið um mismunandi hluta forritunar. 

1. - 4. bekkur     Scratch námskeið

5. - 7. bekkur     Python/Minecraft námskeið

8. - 10. bekkur   Vinnubúðir í vefforritun

Hér má sjá allar upplýsingar um námskeiðin og kostnað.


Kóder eru hugsjónasamtök sem stefna að því að gera forritun aðgengilega fyrir börn og unglinga úr öllum þjóðfélagsstigum. 
Með því að kynna forritun fyrir börnum og unglingum er verið að opna þeim nýjar dyr innan tölvuheimsins. Í stað þess að vera einungis neytendur á afþreyingarefni og tölvuleikjum efla þau eigin rökvísi, sköpunargáfu og læra vandamálagreiningu frá unga aldri.