- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum Njálurefilinn í ár og stanslaus straumur af ferðafólki, bæði Íslendingum og erlendum, áhugafólki og forvitnu fólki lagt leið sína í Refilstofuna til að sauma og/eða skoða. Jafnframt hefur fólkið hér í sveitarfélaginu haldið áfram að vera duglegt að koma og sauma og nú þegar er búið að rúlla umm 33.25 tilbúnum metrum. Þegar hugsað er til þess að byrjað var að sauma í refilinn þann 2. febrúar 2013 þá er þetta alveg einstakur árangur að búið sé að sauma rúmlega þriðjung á fyrsta eina og hálfa árinu.
Til að allir fái nú góða hvíld um jólahátíðina og mæti hress á nýju ári hefur verið ákveðið að taka gott jólafrí í Refilstofunni og verður því lokað frá 3. desember og til 12. janúar. Fyrsti opnunardagur eftir áramót er því þriðjudagurinn 13. janúar kl. 19:00.