Nú standa yfir framkvæmdir við nýja útikennslustofu við hlið íþróttavallarins.
Þar hefur skólinn fengið svæði til afnota sem útikennslusvæði og er bygging stofunnar fyrsta skrefið í að gera svæðið ákjósanlegt fyrir útikennslu. Það eru nemendur miðstigs sem taka mestan þátt í byggingunni. Með vorinu verður síðan farið í frekari uppbyggingu ásamt því að gróðursetja fjölda trjáa á svæðinu.
Það er umhverfisnefnd Hvolsskóla sem hefur umsjón með framkvæmdunum.
(Tekið af heimasíðu Hvolsskóla)