- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Núna um helgina fara fram tvær keppnir á vegum Samfés sem krakkarnir í félagsmiðstöðinni Tvisturinn taka þátt í.
Rímnaflæði, keppni í textagerð og takti, fer fram n.k. föstudag í Hólabrekkuskóla. Keppendur frá Tvistinum eru Gunnlaugur Margrétarson flytur texta eftir Magnús Bergmann Jónasson.
Í Stíl keppa keppendur í búningahönnun. Þar þarf að huga að hárgreiðslu, förðun, skrauti o.fl. ásamt því að búa til flík sem þau sína. Þemað í þetta skipti er ,,fortíð“. Þær Magdalena og Vigdís munu vera keppendur Tvistsins í Stíl og fer keppnin fram í Hörpu n.k. laugardag.
Við óskum keppendum að sjálfsöguð góðs gengis og munum birta myndir af þeim eftir helgi.