- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í september sl. fór fram fornleifarannsókn á mannvistarleifum í Drumbabót á vegum Fornleifastofnunar Íslands. 6 könnunarskurðir voru grafnir í tvenna hóla þar sem greinilega sjást mannvistaleifar en minjarnar í Drumbabót eru illa farnar af völdum uppblásturs. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að minjarnar séu illa farnar var hægt að greina að þær séu frá 16. - 17. öld, umfangið er töluvert en finna mátti a.m.k. tvær byggingar. Greinilegt þykir að notkun á staðnum hafi verið árstíðabundin sem rennir rökum undir að þetta hafi verið selstaða. Umfjöllun um minjarnar er mjög áhugaverð og hér má lesa skýrsluna í heild