- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Sigrún Jónsdóttir hefur verið valin sveitarlistamaður Rangárþings eystra árið 2014.
Sigrún býr á Ásvelli í Fljótshlíð og er kennari í Hvolsskóla.
Í umsögn menningarnefndar segir:
Sigrún er listamaður með mikil séreinkenni og eru listaverk hennar vel þekkjanleg.
Málverk hennar eru einstaklega falleg og fangar áhorfandann í einu og öllu.
Sigrún hefur einnig verið dugleg við að aðstoða einstaklinga og félagasamtök með listsköpun sinni, til að mynda teiknaði Sigrún sviðsmyndina í leikritinu Anna frá Stóru Borg sem leikfélag Austur Eyfellinga setti upp í vetur. Höfðu margir það á orði hve einstaklega falleg sú sviðsmynd væri.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra óskar Sigrúnu innilega til hamingju með útnefninguna