- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þriðjudaginn 8. október kl: 20:00 verður Sigurbjörn Árni Arngrímsson (Bjössi) með fyrirlestur í Litla Salnum í Hvolnum, Hvolsvelli. Fyrirlesturinn kallar hann ,,Hreyfing og heilsa". Sigurbjörn er með doktorspróf í íþróttafræði með áherslu á þjálfunarlífeðlisfræði og starfar sem prófessor á Menntavísindasviði HÍ. Sigurbjörn er þjóðþekktur fyrir skemmtilegar íþróttalýsingar á RÚV og þykir einstaklega líflegur fyrirlesari. Fyrirlesturinn er fyrir alla og vonumst til að sjá sem flesta. Aðgangur er ókeypis.