- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag 26. janúar er Skákdagur Íslands. Hann er haldinn á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Friðrik sem í dag er 80 ára var lengi meðal bestu skákmanna heims.
Í tilefni af þessum degi mun Björn Þorfinnsson alþjóðlegur meistari í skák, koma í Hvolsskóla kl: 09:30 og tefla fjöltefli við nokkra af nemendur.
Alls voru um 20 krakkar sem kepptu fjöltefli við hann. Björn vann að vísu allar skákirnar í fjölteflinu en krakkarnir stóðu sig vel. Næst telfdi Björn tvær skákir annars vegar við Jón Ágústsson og hins vegar við Guðnýju Ósk. Þau fengu 3 mínútur en Björn fékk aðeins 15 sek. til að klára skákina. Björn mátaði Jón þegar hann átti 2 sek eftir en Guðný náði hins vegar að halda út og Björn féll á tíma.
Að lokum bjó Björn til stutt skákmót þar sem krakkarnir kepptu hvert við annað.
Krakkarnir skemmtu sér vel og höfðu gaman af því að fá stórmeistara í heimskókn og vonandi eykst áhugi á skákíþróttinni.