- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í gær, þriðjudaginn 30. apríl, voru sett upp skilti við 6 ferðamannastaði í sveitarfélaginu. Skiltin voru hönnuð af Þórhildi Jónsdóttur frá Lambey og textinn á skiltunum var gerður í sameiningu af þeim feðgum, Þorsteini Jónssyni og Brynjólfi Þorsteinssyni. Staðirnir sem um er að ræða eru: Drumbabót, Þorsteinslundur, Gluggafoss, Þórólfsfell, Seljalandsfoss og Paradísarhellir. Það voru áhaldahúsmenn í samvinnu við Þorstein sem unnu að því að setja niður skiltin.