Það er allt farið á fullt aftur eftir vetrardvala og frost í jörðu og plæging gengur vel. Næsta skref er að klára plægingar niður í Landeyjarhöfn en þá hefur hring hjá Mílu verið lokað. Þegar því er lokið verður farið að plægja í Fljótshlíð, það klárað og svæðið tengt. Eftir Fljótshlíð verður farið í sama verk í Landeyjum og að lokum í gamla Hvolhrepp. Vonir standa því til að verkinu miði vel í sumar og markmiðið er að allir verði orðnir tengdir í haust.
Lagnaleiðir ljósleiðara í Rangárþingi eystra