Ályktun frá 228. fundi sveitarstjórnar 24.08.2017
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hvetur landbúnaðarráðherra til að beita sér af alefli í Ríkisstjórn Íslands til að bregðast sem allra fyrst við vanda sauðfjárbænda á Íslandi.
Landbúnaður er ein af aðalatvinnugreinum sveitarfélagsins og héraðsins alls og er grundvöllur byggðar í bæði dreifbýli og þéttbýli en megin starfstöð Sláturfélags Suðurlands er á Hvolsvelli. Flest sauðfjárbú haga rekstri sínum þannig að samið er um gjalddaga að hausti á stærstu kostnaðarliðum búanna s.s. áburði, plasti og afborgunum lána hjá skuldsettum búum. Hefði tekjuskerðingin verið fyrirséð um síðustu áramót hefðu bændur átt möguleika á að haga rekstri sínum með öðrum hætti. Ljóst er að tekjuskerðingu verður ekki mætt nema með launalækkun bænda.
Samþykkt samhljóða.