Rangárþing eystra auglýsir eftir markaðs- og kynningarfulltrúa í tímabundið starf.
Rangárþing eystra auglýsir eftir starfsmanni tímabundið í starf markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins vegna fæðingarorlofs. Tímabilið sem um er að ræða er frá 12. febrúar 2015 – 1. janúar 2016.
Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 þann 4. febrúar 2015.
Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsókn með ferilskrá á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16 eða senda í tölvupósti á isolfur@hvolsvollur.is. Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Ísólfur Gylfi Pálmason.
Sveitarstjóri Rangárþings eystra