- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra og framfarahópur um ferðaþjónustu býður ferðaþjónustuaðilum og íbúum í sveitarfélaginu um að koma og taka þátt í skemmtilegum fundi fyrir stefnumótunarvinnu í ferðaþjónustu.
Dagskrá í Litla salnum í Hvoli Hvolsvelli 5. desember 2017:
12:30 Léttar veitingar í boði SS og Rangárþings eystra fyrir þá sem vilja
13:00 Ísólfur Gylfi sveitarstjóri Rangárþings eystra setur fundinn
13:05 Ferðaþjónusta í Rangárþing eystra - Þróun síðustu ára og staðan í dag
13:15 Stefnumótunarvinna - Innlegg og vinnuáætlun. Hvert er markmið með stefnumótuninni og
hvernig verður hún nýtt.
13:25 – 16:00 Stefnumótunarvinna – Þátttakendur vinna í hópum
Hvernig vilt þú sjá ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra þróast og dafna í sátt við íbúa, gesti og náttúru? Hver er framtíðarsýnin og helstu verkefnin framundan í málaflokknum?
Taktu þátt í að móta stefnu sem nýtist íbúum, ferðaþjónustuaðilum og sveitarfélaginu þínu.
Hlökkum til að sjá sem flesta - Allir velkomnir