- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Rangárþing eystra hefur sótt um styrk í Framkvæmdasjóð aldraðra fyrir árið 2014. Sótt er um styrkinn til byggingar á nýrri álmu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol. Mikil þörf er á fleiri rýmum þar sem biðlistinn á heimilið er langur og fólk hefur t.a.m. þurft að flytjast á hjúkrunar- og dvalarheimili í öðrum sveitarfélögum. Á Kirkjuhvoli er einnig lítið páss til viðburðahalds og er eldhúsið of lítið. Miklar vonir standa til þess að styrkur fáist til þessara framkvæmda.