- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hugverk í heimabyggð verður með uppákomu í Safnaðarheimili Oddakirkju, Dynskálum 8 á Hellu, dagana 3. - 5. júlí að báðum dögonum meðtöldum klukkan 11-19.
Þessi samtök voru stofnuð snemma á þessu ári og er félagsskapur fólks sem býr til og framleiðir allskonar handverk, listiðnað, lagasmíð, leiklist og allt sem verður til í huga þess.
Þetta er þriðja uppákoman sem þessi félagasamtök standa að og vinna listamenn að verkum sínum á staðnum.
Samtökin fengu styrk frá Menningarráði Suðurlands til að efla félasskapinn og kostnað við sýningar.