- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Félagsmiðstöðinn Tvisturinn býður upp á fyrirlestur með Begga blinda á morgun. Beggi blindi er uppistandari sem hefur farið vítt og breitt um landið með uppistand/fyrirlestur um blindu og sjónskekkju. Hann hefur farið í yfir 50 grunn- og framhaldsskóla á síðustu árum og komið fram á fjölda skemmtana og var m.a. valinn fyndnasti maður Íslands árið 2004. Í uppistandinu/fyrirlestrinum fjallar hann um það hvernig það er að vera blindur en það hefur hann verið frá 15 ára aldri. Hann gerir óspart grín að sjálfum sér og þeim vandamálum sem hann stendur fyrir á hverjum degi vegna sinnar fötlunar. Fyrirlesturinn hefst kl: 19:30 í matsal Hvolsskóla og stendur yfir í u.þ.b. 70 mín. Æskilegt er að áheyrendur séu 12 ára og eldri.