Útskrifað var úr námsbrautinni Meðferð matvæla þriðjudaginn 7. maí sl. Námskeiðið var haldið fyrir Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli en það var Rannsóknarþjónustan Sýni sem annaðist kennsluna. Námsbrautin er 60 stunda löng og hófst kennslan  þann 13. mars. Kennt var tvisvar í viku að jafnaði og sótti hópurinn námið eftir vinnu. Alls sóttu 19 námsmenn námið og útskrifuðust allir. Námsmenn voru allir pólskir og sá Katarzyna Krupinska um túlkun á námsbrautinni en hún er starfsmaður í SS og útskrifaðist einnig úr náminu. Það ríkti mikil gleði og ánægja í hópnum við útskriftina en Þórhildur Þórhallsdóttir mannauðstjóri SS var viðstödd og færði öllum námsmönnunum rauðar rósir í tilefni dagsins. Fræðslunetið færði einnig öllum námsmönnunum rósir og Kasía sem sá um að túlka fékk blómvönd í þakklætisskyni.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af Katarzyna og svo hópnum í heild. Fleiri myndir má sjá hér á vef Fræðslunets Suðurlands