- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Opnuð hefur verið verslun og kaffihús í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Hjónin Jóhann Frímannsson og Eyja Þóra Einarsdóttir, ásamt fjölskyldu sinni, hafa gert upp gamla verslunarhúsið og endurbyggt skemmu þar við hliðina.
Formleg opnun var laugardaginn 28. maí sl. og tók fjölskyldan á móti gestum af sinni alkunnu gestrisni. Í Skarðshlíð verður boðið upp á helstu nauðsynjavörur í versluninni og m.a. létta rétti og hamborgara á kaffihúsinu.
Á myndinni má sjá Jóhann Þóri, Jóhann Geir og Eyju Þóru fyrir utan verslunina.