- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Vísitasía vígslubiskups í Víkurprestakall 2016 og guðsþjónusta í Reyniskirkju
Vígslubiskupinn í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfsson,
vísiterar Víkurprestakall, dagana 24. og 25. september nk.
Með honum í för er prófastur Suðurprófastsdæmis, séra Halldóra J. Þorvarðardóttir.
Vísitasían hefst með fundi með sóknarnefnd í Stóra-Dalskirkju undir Eyjafjöllum
á laugardeginum og síðar sama dag verða fundir í Ásólfsskála- , Eyvindarhóla- og Skógakirkjum.
Á sunnudeginum verður fundað í Sólheimakapellu Mýrdal fyrir hádegi.
Kl. 14:00, sunnudaginn 25. september, verður guðsþjónusta í Reyniskirkju í Mýrdal
í tilefni af vísitasíunni, en einnig vegna 70 ára afmælis Reyniskirkju sem var í maí sl.
Vígslubiskup predikar, en sóknarprestur kirkjunnar og prófastur, þjóna fyrir altari.
Eftir guðsþjónustuna er öllum viðstöddum boðið að
þiggja veitingar Reynissóknar í gamla félagsheimilinu að Eyrarlandi.
Tekið skal fram að guðsþjónustan er ætluð öllum sóknarbörnum Víkurprestakalls.
Síðdegis á sunnudeginum fundar vígslubiskup með sóknarnefndum Skeiðflatar- og Víkurkirkna.
Vísitasíunni lýkur að kvöldi sunnudags.
Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur