- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á gámastæðunum verða gámarnir sem hér segir:
1. Skógum og Heimalandi, 31. maí til 5. júní.
2. A-Landeyjum og V-Landeyjum 8. júní til 13. júní.
3. Fljótshlíð og Bakkabæjum 15. júní til 20. júní.
4. Rangárvöllum (vegamót Gunnarsholtsvegar og Þingskálavegar) og Þykkvabær 21. júní til 26. júní
5. Hellu og Landvegamótum 28. júní til 3. júlí
Sérstaklega skal taka fram að eingöngu verða þar gámar fyrir málma, timbur, grófan úrgang og kör fyrir rafgeyma. Gámarnir eru eingöngu ætlaðir fyrir fasteignaeigendur á starfssvæði Sorpstöðvar Rangárvallasýslu og eru gjaldfrjálsir.
Ákaflega mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana. Ef misbrestur verður á því er engin leið önnur en að fjarlægja gámana áður en hreinsunarátakinu lýkur og aðrar leiðir verður að fara í hreinsunarátaki að ári liðnu. Vart þarf að taka fram að algerlega óheimilt er að setja úrgang utanvið gámana.
Þetta hreinsunarátak á ekki við um svokallað heimilissorp en það er sótt sérstaklega á öll heimili og frístundahúsaeigendur hafa eftirfarandi kosti til að losna við það; Gámavöllur á Strönd, gámavöllur á Hvolsvelli, gámar við Móeiðarhvol og gámaplön við Hellu og Landvegamót. Rekstrarúrgang og annan úrgang verða íbúar og rekstraraðilar að koma með á móttökustöðina á Strönd eða semja við þjónustuaðila um hirðingu og losun þess úrgangs. Rúllu- og baggaplast er sótt heim til bænda skv. samkomulagi þeirra við þjónustuaðila. Einnig er hægt að losna við plastið á gámavöllunum á Strönd og á Hvolsvelli.
Eftir að hreinsunarátakinu lýkur verða allir gámar fjarlægðir og algerlega er óheimilt að afsetja úrgang á þessi svæði.
Allar nánari upplýsingar veitir Ómar Sigurðsson, starfsmaður Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Sími: 487 5157
Tölvupóstur: strond@rang.is
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.