- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Þann 29. september nk. verður Erlingur Snær Loftsson með kynningu á Frisbí golf íþróttinni og tekinn verður hringur á folf vellinum. Mæting við Íþróttamiðstöðina kl. 18:00. Folf völlurinn á Hvolsvelli er 9 holu völlur sem var settur upp árið 2017.
Frisbígolf eða folf er íþrótt sem fer fram á svipaðan hátt og venjulegt golf, en í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn svifdiska (frisbídiska). Þessi íþrótt varð til á áttunda áratug 20. aldar og á það sameiginlegt með venjulegu golfi að reynt er að ljúka hverri braut í sem fæstum köstum.
Frisbídisknum er kastað frá teigsvæði í átt að skotmarki. Markið getur verið mismunandi en oftast er um að ræða sérsmíðaðar körfur sem grípa diskinn. Leikmenn taka hvert kast frá þeim stað þar sem síðasti diskur lenti. Lendingarstaðurinn er merktur með sérstöku merki (litlum diski eða öðrum golfdiski) og ekki má stíga fram fyrir merkið þegar kastað er að nýju. Hæðir, hólar, tré og fleira sem finna má út um allan völlinn eru leikmönnum áskorun og hindrun í tilraunum þeirra við að koma disknum í körfuna. Loks endar „púttið“ í körfunni og þeirri holu er þá lokið.
Nánari upplýsingar má finna hér á Folf.is