Vettvangur samsköpunar í samvinnu við Héraðsbókasafnið býður upp á vinnustofu í símamyndatöku. Leiðbeinandi er Diane Hummel. Vinnustofan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu. 13.október kl. 13:00 verður svo framhalds-vinnustofa þar sem Diane kennir þátttakendum á auðvelt og gott myndvinnsluapp. Vinnustofan fer fram á ensku.