2404241
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,,Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins."
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar jafnframt eftir upplýsingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 506/2010 um breytingu á reglugerð nr. 103/2010, sbr. 2. gr. b: Athafnasvæði matvælafyrirtækja.
Húsakynni matvælafyrirtækja skulu vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafa hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.