113. fundur 02. maí 2024 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Þóra Björg Ragnarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Þóra Björg Ragnarsdóttir Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um stöðuleyfi - 2 x 20 feta gámar

2404208

Laugardælur ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir tveimur 20 feta smáhýsum á lóðina Dufþaksbraut 11a.
Gámasvæði við Dufþaksbraut 11a er skilgreint sem geymslu svæði fyrir gáma skv. deiliskipulagi og því ekki heimilt að koma fyrir stöðuhýsum. Veittur er frestur til 5. júní 2024 til að fjarlægja stöðuhýsin.

2.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Traðarás - Flokkur 1,

2404224

Brynjar Helgi Magnússon óskar eftir byggingarheimild fyrir 73,4 m² viðbyggingu við íbúð sem er sambyggð er við hesthús að Traðarási, L227110.

Sigurður Unnar Sigurðsson skilar inn aðaluppdráttum, dags. 1. apríl 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

3.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Heimatún 22 - Flokkur 1,

2404223

Magnús Rúnar Jónasson óskar eftir byggingarheimild fyrir 113,3 m² frístundarhúsi að Heimatúni 22, L200675.

Þorleifur Björnsson skilar inn aðaluppdráttrum, dags. 25. apríl 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

4.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Syðri-Rot - Flokkur 1,

2404222

Syðri-Rot ehf. óskar eftir byggingarheimild fyrir sambyggðu hestahúsi, bílskúr og gestahúsi í risi, alls 261,7 m² að stærð.

Guðmundur Úlfar Gíslason skilar inn aðaluppdráttum dags. apríl 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

5.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Rimakot 163918 - Flokkur 1,

2404221

Landsnet hf. óskar eftir byggingarheimild fyrir 202,5 m² spólurýmisbyggingu við Rimakot, L163918.

Andri Martin Sigurðsson skilar inn aðaluppdráttum dags. 5. apríl 2024.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við
athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:

- Undirritaðir aðaluppdrættir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

6.Umsögn vegna starfsleyfis - Hótel Selja

2404241

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,,Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins."

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar jafnframt eftir upplýsingum frá skipulags- og byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 506/2010 um breytingu á reglugerð nr. 103/2010, sbr. 2. gr. b: Athafnasvæði matvælafyrirtækja.



Húsakynni matvælafyrirtækja skulu vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafa hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

7.Umsögn vegna starfsleyfis - Snotruholt ehf.

2404240

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna starfsleyfis umsóknar að Skíðbakka 2.

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á að samþykki frá byggingarfulltrúa hvort að umrædd starfsemi uppfylli 1.mgr. 14. gr. í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti þ.e. ,, Húsnæði, þ.m.t. starfsmannabústaðir, starfsmannabúðir og húsnæði stofnana og fyrirtækja, sem fjallað er um í reglugerð þessari, skulu hafa hlotið staðfestingu leyfisveitanda byggingarleyfis á því að starfsemin sé í samræmi við samþykkta notkun húsnæðisins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu starfsleyfis og staðfestir að mannvirkið er á loka byggingarstigi.

Fundi slitið - kl. 12:00.