215. fundur 04. ágúst 2022 kl. 08:15 - 11:20 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður Byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.

Byggðarráð samþykkir með afbrigðum að bæta við málum nr. 9 og 10 á dagskrá fundarins.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns er á fundinum við útdrátt lóðaumsókna.

Lilja Einarsdóttir vekur athygli á mögulegu vanhæfi sínu skv. 6. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, varðandi flestar lóðarumsóknir sem liggja fyrir fundinum. Tillaga um vanhæfi borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum ÁHS og TBM að ekki sé um vanhæfi að ræða, þar sem engin möguleiki er á því að hafa áhrif á útdrátt fulltrúa sýslumanns um lóðirnar. Einnig er bent á að skv. úthlutunarreglum er ekki möguleiki að hafa áhrif á útdrátt.

1.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 30; lóðaúthlutun

2207200

17 umsóknir bárust vegna úthlutunar lóðar að Hallgerðartúni 30. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Eignavík ehf, Svanur Aron Svansson, SPESÍAN ehf,
Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Leigufélagið Borg ehf, BT mót ehf. og Loft ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 17 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut SG. eignir ehf., til vara í eftirfarandi röð:
Eignavík ehf.
BT mót ehf.
Eiður Einar Kristinsson
Kjarralda
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til SG eigna ehf.

2.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 32; lóðaútdráttur

2207201

20 umsóknir bárust vegna úthlutunar parhúsalóðar að Hallgerðartúni 32. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Eignavík ehf, ÚG Bygg ehf, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Loft 11 ehf, Jónína Gróa Hermannsdóttir, Hákon Mar Guðmundsson og Húskarlar ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 20 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Gummi Sig ehf., til vara í eftirfarandi röð:
Helgi Gíslason
Guðmundur Sigurðsson
Húskarlar ehf.
Kjarralda ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Gumma Sig ehf.

3.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 34; lóðaúthlutun

2207202

18 umsóknir bárust vegna úthlutunar parhúsalóðar að Hallgerðartúni 34. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Eignavík ehf, ÚG Bygg ehf, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Loft 11 ehf og Gæðapípur ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 18 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Helgi Gíslason, til vara í eftirfarandi röð:
Leigufélagið Borg ehf.
Green data ehf.
Gummi Sig ehf.
Gísli R Sveinsson
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Helga Gíslasonar.

4.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 36; lóðaúthlutun

2207203

20 umsóknir bárust vegna úthlutunar parhúsalóðar að Hallgerðartúni 36. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Eignavík ehf, Guðlaug Ósk Svansdóttir, ÚG Bygg ehf, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Hjálmar Freyr Valdimarsson, Múrþjónustan efh og Loft 11 ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 20 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, til vara í eftirfarandi röð:
Spesían ehf.
Guðmundur Sigurðsson
ÚG bygg ehf.
Sigurður Einar Guðmundsson
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.

5.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 38; lóðaúthlutun

2207204

21 umsókn barst vegna úthlutunar parhúsalóðar að Hallgerðartúni 38. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Helgi Gíslason, Guðmundur Sigurðsson, Eignavík ehf, Guðlaug Ósk Svansdóttir, ÚG Bygg ehf, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Gæðapípur ehf, BT mót ehf og Loft 11 ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 21 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Spesían ehf., til vara í eftirfarandi röð:
Loft 11 ehf.
Sigurður Einar Guðmundsson
BT mót ehf.
Siggi byggir ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Spesíunar ehf.

6.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 40; lóðaúthlutun

2207205

26 umsóknir bárust vegna úthlutunar raðhúsalóðar að Hallgerðartúni 40. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Hrafnsvík ehf, Eignavík ehf, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Jónína Gróa Hermannsdóttir, Hákon Mar Guðmundsson, Húskarlar ehf, Hjálmar Freyr Valdimarsson, Múrþjónustan efh, Gæðapípur ehf, Trémúli ehf, BT mót ehf og Loft 11 ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 26 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut BT mót ehf., til vara í eftirfarandi röð:
Kjarralda ehf.
Helgatún ehf.
Siggi byggir ehf.
SG eignir ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til BT móts ehf.

7.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 42; lóðaúthlutun

2207206

16 umsóknir bárust vegna úthlutunar parhúsalóðar að Hallgerðartúni 42. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Eignavík ehf, SPESÍAN ehf, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Kjarralda ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Birta Sigurborg Úlfarsdóttir, Loft 11 ehf og BT mót ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 16 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Birta Sigurborg Úlfarsdóttir., til vara í eftirfarandi röð:
SG eignir ehf.
Bugnir ehf.
Helgatún ehf.
Helgi Gíslason
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Birtu Sigurborgar Úlfarsdóttur.

8.Umsóknir um lóð Hallgerðartún 47; lóðaúthlutun

2207207

27 umsóknir bárust vegna úthlutunar raðhúsalóðar að Hallgerðartúni 47. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Hrafnsvík ehf, Eignavík ehf, Svanur Aron Svansson, ÚG bygg ehf, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Jónína Gróa Hermannsdóttir, Hákon Mar Guðmundsson, Húskarlar ehf, Hjálmar Freyr Valdimarsson, Múrþjónustan efh, Gæðapípur ehf, Trémúli ehf, BT mót ehf og Loft 11 ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 27 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Lóðina hlaut Bugnir ehf., til vara í eftirfarandi röð:
Gummi Sig ehf.
Svanur Aron Svansson
Gæðapípur ehf.
Siggi byggir ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðar til Bugnis ehf.

9.Umsókn um lóð Hallgerðartún 53 lóðaúthlutun

2208005

3 umsóknir bárust vegna úthlutunar einbýlishúsalóðar að Hallgerðartúni 53. Eftir að fundargögn voru send út féll Guðlaug Ósk Svansdóttir frá umsókn sinni um lóðina. Aðrir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: BT mót ehf og Birta Sigurborg Úlfarsdóttir.
Skv. 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra, hafa einstaklingar forgang þegar úthlutað er einbýlishúsalóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einstaklingur umsóknar uppfyllir skilyrði 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Birtu Sigurborgu Úlfarsdóttur lóðinni Hallgerðartúni 53.

10.Umsókn um lóð Hallgerðartún 5

2208002

Ein umsókn um lóðina Hallgerðartún 5 hefur borist. Umsókn er frá Sigurði Gíslasyni.
Umsækjandi uppfyllir öll skilyrði úthlutanarreglna Rangárþings eystra.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Sigurði Gíslasyni lóðina.

11.Umsóknir um lóð Hvolstún 21; lóðaúthlutun

2207209

2 umsóknir bárust vegna úthlutunar lóðar að Hvolstúni 21. Báðir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Palo Arctic ehf og Stefán Snær Ágústsson.

Skv. 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra, hafa einstaklingar forgang þegar úthlutað er einbýlishúsalóðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einstaklingur umsóknar uppfyllir skilyrði 6. gr. úthlutunarreglna lóða í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Stefáni Snæ Ágústssyni lóðinni Hvolstúni 21.
Lilja Einarsdóttir vekur athygli á mögulegu vanhæfi sínu skv. 6.tl. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Byggðarráð kýs um vanhæfi og samþykkir að ekki sé um vanhæfi að ræða.

12.Erindi vegna lóðaúthlutunar að Nýbýlavegi 46

2205026

Erindi Kjarröldu ehf. vegna úthlutunar á lóðinni Nýbýlavegi 46 til Leigufélagsins Borgar ehf. var tekið fyrir á 297. fundi sveitarstjórnar. Þar var lagt er til að fresta afhendingu lóðarinnar meðan málið væri enn til skoðunar af hálfu sveitarfélagsins. Málið er nú aftur komið á dagskrá Byggðarráðs.
Fyrir fundinum liggur minnsiblað LEX lögfræðistofu varðandi úthlutun lóðarinnar Nýbýlavegur 46. Þáverandi sveitarstjóri óskaði eftir því minnisblaði í upphafi málsins í kjölfar erindis Kjarröldu dags. 9. maí 2022.
Við ítarlega skoðun málsins, eins og fram kemur í minnisblaði LEX, er ljóst að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi haft aðkomu að upplýsingagjöf við undirbúning að úthlutun lóðarinnar þann 28. apríl 2022. Á þeim tímapunkti var forsvarsmönnum Rangárþings eystra sem og byggðarráði ekki kunnugt um aðkomu skipulags- og byggingarfulltrúa að málinu. Byggðarráð samþykkir í samræmi við ráðleggingar LEX að afturkalla lóðarúthlutun Nýbýlavegar 46 til leigufélagsins Borgar ehf, sem samþykkt var á fundi byggðarráðs þann 28. apríl 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa lóðina lausa til umsóknar að nýju.
Samþykkt samhljóða.

13.Boð um fund með stjórn og forstjóra Landsnets

2207211

Stjórn og forstjóri Landsnets mun verða á ferðinni um Suðurland í byrjun september næstkomandi og býður til fundar með sveitarstjórnum á svæðinu. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast aðstæðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda og skoða þær framkvæmdir sem eru í gangi á svæðinu. Fulltrúum sveitarstjórnar Rangárþings eystra er boðið til fundar þann 8. september kl. 12:15 á Hotel Stracta. Efni fundarins er að ræða starfsemi Landsnets á svæðinu, yfirstandandi framkvæmdir og ekki síst framtíðar áform um uppbyggingu flutningskerfisins og orkumál almennt.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að senda fundarboð til allra sveitarstjórnarmanna.

14.Undirskriftarlisti vegna Tónalands

2207222

Foreldrar hluta af börnum á Tónalandi leggja fram erindi þar sem farið er fram á að börn þeirra þurfi ekki að vera annan vetur á Tónalandi, þar sem að aðstaða sé ekki fullnægjandi. Óskað er eftir skýrum svörum og fundi með stjórn leikskólans.
Byggðarráð þakkar foreldrum fyrir erindið. Eins og öllum er ljóst er leikskólnn Örk rekin í bráðabirgðarhúsnæði á meðan framkvæmdir við nýjan glæsilegan leikskóla standa yfir. Framkvæmdir eru á áætlun og er stefnt að því að taka nýjan skóla í notkun haustið 2023. Þangað til vill byggðarráð að sjálfsögðu sjá til þess að sú aðstaða sem er notuð sé viðunandi enda hefur fram til þessa verið brugðist við því sem bæta þarf úr. Nú þegar er hafin vinna við að lagfæra útiaðstöðu Tónalands og mun þeirri vinnu ljúka núna í ágúst.
Sveitarstjóra falið að boða til fundar áður en leikskólinn byrjar nú í ágúst, með þeim foreldrum sem skrifa undir erindið ásamt sveitarstjórn og leikskólastjóra.

15.Hefting útbreiðslu Alaskalúpínu á hálendi Íslands

2207223

Ingibjörg Eiríksdóttir og Geirmundur Klein f.h. Fjallabata senda sveitarfélaginu erindi varðandi heftingu á útbreiðlu Alaskalúpínu á hálendi Íslands. En verkefnið tekur m.a. til Emstra og Hattafellsgisl í Rangárþingi eystra.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og gerir ekki athugasemd við fyrirhuguð áform til heftingar á útbreiðslu Alaskalúpínu á hálendi Íslands.

16.Flöskumóttakan á Hvolsvelli

2207224

Helgi Lárusson f.h. Flöskumóttökunar óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið um flöskumóttöku á Hvolsvelli.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að aðstoða forsvarsmenn Flöskumóttökunar við leit að mögulegri staðsetningu í sveitarfélaginu.
Fylgiskjöl:

17.Umsókn um tækifærisleyfi; Útihátið SÁÁ á Skógum

2207199

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna tækifærisleyfis á Skógum.
Sveitarstjóri hefur nú þegar veitt jákvæða umsögn með fyrirvara um samþykki byggðarráðs/sveitarstjórnar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis, enda útihátið nú þegar haldin og fór vel fram.

18.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Litlihóll, Hella Horse Rental sf.

2207196

Sýslumaður Suðurlands óskar eftir umsögn fyrir Litlahól, mhl 01 vegna umsóknar Hellu Horse Rental sl. kt. 500314-1330.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

19.Umsögn; Tindfjallasel, rekstrarleyfi

2207193

Ferðafélagið Útivist óskar eftir rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-E ,fyrir fjallaskálann að Tindfjallaseli.
Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

20.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 222. fundur stjórnar; 27. júní 2022

2207212

Byggðarráð staðfestir fundargerð 222. fundar stjórna Sorpstöðvar Rangárvallasýslu.
Fylgiskjöl:

21.Fundargerð 73. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. 28. júlí 2022

2207219

Byggðarráð staðfestir fundargerð 73. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu.

22.Tónlitarskóli Rangæinga; 27. stjórnarfundur 29. júlí 2022

2207221

Byggðarráð staðfestir fundargerð 27. fundar stjórnar Tónlistarskóla Rangæinga.

23.Fjallskiladeild Fljótshlíðar; Fundargerð 1. fundar 2022

2207218

Byggðarráð staðfestir fundargerð fjallskiladeildar Fljótshlíðar frá 27. júlí 2022.

Fundi slitið - kl. 11:20.