2207207
27 umsóknir bárust vegna úthlutunar raðhúsalóðar að Hallgerðartúni 47. Allir umsækjendur hafa verið metnir hæfir í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Umsækjendur um lóðina eru: Hrafnsvík ehf, Eignavík ehf, Svanur Aron Svansson, ÚG bygg ehf, Guðlaug Ósk Svansdóttir, Leigufélagið Borg ehf, SPESÍAN ehf, Gísli R Sveinsson, Eiður Einar Kristinsson, Guðmundur Sigurðsson, Gummi Sig ehf, Green Data ehf, SG eignir ehf, Helgi Gíslason, Helgatún ehf, Sigurður Einar Guðmundsson, Siggi Byggir ehf, Bugnir ehf, Jónína Gróa Hermannsdóttir, Hákon Mar Guðmundsson, Húskarlar ehf, Hjálmar Freyr Valdimarsson, Múrþjónustan efh, Gæðapípur ehf, Trémúli ehf, BT mót ehf og Loft 11 ehf.
Fulltrúi Sýslumannsins á Suðurlandi, Ingveldur Anna Sigurðardóttir, kom til fundar til að draga úr umsóknum um lóðina. Dregið var úr 27 umsóknum. Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi.
Byggðarráð samþykkir með afbrigðum að bæta við málum nr. 9 og 10 á dagskrá fundarins.
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, fulltrúi sýslumanns er á fundinum við útdrátt lóðaumsókna.
Lilja Einarsdóttir vekur athygli á mögulegu vanhæfi sínu skv. 6. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, varðandi flestar lóðarumsóknir sem liggja fyrir fundinum. Tillaga um vanhæfi borin upp og samþykkt með tveimur atkvæðum ÁHS og TBM að ekki sé um vanhæfi að ræða, þar sem engin möguleiki er á því að hafa áhrif á útdrátt fulltrúa sýslumanns um lóðirnar. Einnig er bent á að skv. úthlutunarreglum er ekki möguleiki að hafa áhrif á útdrátt.