218. fundur 15. september 2022 kl. 08:15 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Varaformaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð. Oddviti býður sveitarstjóra að fara með munnlega skýrslu um verkefni sveitarstjóra á liðnum vikum.

1.Bjarg Íbúðafélag; Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða

2202085

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir (stofnframlög). Bjargi er ætlað að tryggja tekjulágum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði til langtímaleigu.
Bjarg íbúðafélag hefur lýst yfir áhuga á byggingu raðhúss á Hvolsvelli á lóðinni Hallgerðartún 49.
Til máls tóku AKH, LE, TBM.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að viljayfirlýsingu við Bjarg íbúðafélag um úthlutun lóðarinnar Hallgerðartún 49 og byggingu raðhúss á lóðinni. Viljayfirlýsing verði lögð fyrir fund sveitarstjórnar í framhaldinu. Byggðarráð óskar eftir að fá forsvarsmenn Bjarg til að kynna verkefnið á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.

2.Samstarfsnefnd vegna Skógafossar; tilnefning fulltrúa

2209034

Umhverfisstofnun óskar eftir því að Rangárþing Eystra tilnefni einn aðila í samstarfsnefnd um náttúruvættið í samræmi við 3. kafla stjórnunar og verndaráætlunar Skógafoss.
Til máls tóku AKH, SKV, LE.
Byggðarráð tilnefnir skipulagsfulltrúa, Guðmund Úlfar Gíslason sem fulltrúa Rangárþings eystra í samstarfsnefndina.
Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.

3.Starfshópur um heimavist við FSU; Tilnefning fulltrúa

2209045

Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa frá Rangárþingi eystra í starfshóp um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem stjórn SASS samþykkti að skipað yrði í á síðasta stjórnarfundi SASS.
Lagt er til að hópinn skipi tvo fulltrúa frá sveitarfélögunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, einn fulltrúi frá skólanefnd FSu, einn fulltrúi frá sveitarfélaginu Árborg og einn fulltrúi frá Ungmennaráði Suðurlands. Hópnum er falið að kortleggja mögulegar leiðir, til lengri og skemmri tíma, til þess að tryggja heimavist við skólann.
Til máls tóku, TBM, AKH, LE.
Byggðarráð leggur til að fulltrúar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu í starfshóp um heimavist við FSu, verði Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Komi upp kynjahalli eftir tilnefningar annarra, tilnefnir byggðarráð Sigríði Karólínu Viðarsdóttur formann Fjölskyldunefndar til vara til að jafna kynjahlutfall.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Verkefnalýsing og tilboð í verkefnastofu KPMG

2209054

Fyrir liggur tilboð og verkefnalýsing KPMG í verkefnastofu Rangárþings eystra.
Til máls tóku TBM, LE, AKH.
Byggðarráð óskar eftir því að fjárhagsúttekt sem KPMG vinnur nú að, liggi fyrir áður en samið verður um mögulega frekari þjónustu.
Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.

5.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022

2209052

Lagður fram til umræðu og samþykktar Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022. Í viðaukanum eru auknar tekjur af staðgreiðslu og fasteignajöfnunarframlagi auk útgjaldaaukningar í málaflokki sameiginlegur kostnaður og vegna framlaga til Bergrisans bs.
Til máls tekur, SKV, AKH, LE.
Byggðarráð samþykkir, fyrir sitt leiti viðauka 1 með þremur samhjóða atkvæðum og leggur til við sveitarstjórn að hann verði samþykktur.

6.Umsókn um lóð Ormsvöllur 11

2209013

Múrþjónustan ehf. sækir um að fá úthlutað iðnaðarhúsalóðinni Ormsvöllur 11. Umsækjandi hefur verið metinn hæfur í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðarinna Ormsvöllur 11, til Múrþjónustunnar ehf.

7.Vistarvegur 3 umsókn um lóð

2209044

Guðmundur Jónsson sækir um að fá úthlutað íbúðarhúsalóðinni Vistarvegur 3, Skógum. Umsækjandi hefur verið metinn hæfur í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum úthlutun lóðarinna Vistarvegur 3, til Guðmundar Jónssonar.

8.SASS; 586. fundur stjórnar

2209041

Lögð fram til umræðu og kynningar fundargerð 586. fundar stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarféalga.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.