235. fundur 06. júlí 2023 kl. 08:15 - 08:56 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Árný Hrund Svavarsdóttir formaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Rafn Bergsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundargerð sem engar eru. Formaður byggðarráðs óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, máli númer 7 2307002 Umsókn um stöðuleyfi - Hlíðarvegur 14. Aðrir liðir færast eftir því.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

1.Samþykktir Öldungaráðs Rangárvallasýslu

2305063

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum samþykktir Öldunarráðs Rangárvallasýslu.

2.Samþykkt um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra

2210012

Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum samþykktir um staðvísa og önnur skilti í Rangárþingi eystra.

3.Umhverfisstofnun Samningur um refaveiðar 2023-2025

2306060

Lagður fram samningur Umhverfisstofnunar við Rangárþing eystra vegna refaveiðar 2023-2025.
Byggðarráð samþykkir endurskoðaðan samning um refaveiðar í Rangárþingi eystra. Byggðarráð ítrekar þó fyrri bókanir byggðarráðs og sveitarstjórnar um sama mál, þar sem löggð er áhersla á að framlag Umhverfisstofnunar í þátttöku á kostnaði vegna minka- og refaveiða dugi skammt miðað við þann kostnað sem sveitarfélagið leggi í málaflokkinn á hverju ári.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

4.Fossbúð; umsókn um leigu á félagsheimilinu

2306092

Reykjavík touurist informati óskar eftir að taka félagsheimilið að Fossbúð til leigu.
Byggðarráð hafnar ósk um leigu á félagsheimilinu Fossbúð.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

5.Umsókn um lóðir í miðbæ Hvolsvallar

2304011

Á vinnufundi sveitarstjórnar þann 19. júní 2023, var samþykkt að veita VHT ehf. vilyrði fyrir lóðum í miðbæ Hvolsvallar.
Byggðarráð veitir VHT ehf vilyrði fyrir lóðum í miðbæ Hvolsvallar. Vilirðið gildir til 30. september 2023.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

6.Gott að eldast - aðgerðaráætlun

2306079

Lagt fram bréf stjórnar FEBRAGN þar sem lagt er til við héraðsnefnd að hún óski eftir að verða tilraunarsveitarfélag í verkefninu ,,Gott að eldast".
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um stöðuleyfi - Hlíðarvegur 14

2307002

Úlfar Þór Gunnarsson f.h. Gistiheimili Íslands óskar eftir stöðuleyfi fyrir samkomutjald að stærð 432 m2 á lóðinni Hlíðarvegur 14. Óskað er eftir stöðuleyfi til 15. september 2023.
Byggðarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að tjaldið verði reist á lóð sveitarfélagsins, við Hlíðarveg 14.

8.Landskipti - Steinmóðarbær

2305080

Lilja Sigurðardóttir óskar eftir að stofna vegsvæði úr landi Steinmóðarbæjar, L163806. Hin nýja landeign fær staðfangið Steinmóðarbær vegsvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hið nýja staðfang.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og við hið nýja staðfang.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

9.Deiliskipulag - Dægra 1

2306015

Gunnar Guðmundsson óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi að Dægru 1, L225195. Sótt er um að bæta við frístundabyggð fyrir 19 sumarhús og kapellu á Dægru 2, skv. lóðablaði. Hvert hús er 32,5 m2 og hver lóð 300-500 m2 að stærð. Einnig er óskað eftir að bæta við íbúðarhúsi á Dægru 1. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

10.Deiliskipulag - Ytra Seljaland

2205094

Hnaukar ehf óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar á svæði undir 39 frístundahúsalóðir. Á hverri lóð verður heimilt að byggja allt að 130 m2 hús ásamt 25 m2 geymslu/gestahúsi. Mesta mænishæð er 6,0 m frá gólfkóta. Tillagan var auglýst frá 13.júlí 2022 með athugasemdafrest til og með 24.ágúst 2022 sl. Í athugasemd Minjastofnunar var farið fram á skráningu fornleifa sem hefur farið fram. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði athugasemd við öflun neysluvatns og óskaði eftir frekari upplýsingum um fyrirkomulag fráveitu. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali, og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Laxhof

2303040

Timo Reimers óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Laxhof, L228596 skv. meðfylgjandi uppdrætti. Breytingin felst í því að byggingarreit er skipt upp í tvo, heimilt verður að byggja allt að 220 m2 íbúðarhús, 130 m2 hesthús og 50 m2 gestahús.
Tillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdafrest til og með 10.maí sl. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Hjarðartún

2306056

Einhyrningur efh. óskar eftir heimild fyrir deiliskipulagsgerð að Hjarðartúni, L164168. Umræðir svæði undir gestahús að Tillagan nær til 6-10 gestahúsa fyrir ferðamenn og starfsfólk, sem eru 30-70 m2 að stærð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

13.Deiliskipulag - Skíðbakki 1

2210020

Deiliskipulagið nær til um 1,9 ha landspildu úr Skíðbakka 1. Heimilt er að byggja allt að 250 m2 íbúðarhús með hámarks mænishæð 8,0m, 50 m2 gestahús með hámarks mænishæð 5,0m og allt að 300 m2 skemmu með hámarks mænishæð 8,0 m.Tillagan var auglýst frá 30.nóvember 2022 með athugasemdafrest til 11.janúar 2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni sem brugðist hefur verið við. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

14.Deiliskipulag - Dílaflöt

2301085

Um er að ræða skipulagslýsingu vegna uppbyggingar í ferðaþjónustu á ca 15 ha svæði úr spildunni Dílaflöt L234644. Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

15.Deiliskipulag - Barkastaðir

2306061

Um ræðir deiliskipulag sem nær til hluta úr landi Barkastaða L163993. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir hótelbyggingu með 20-30 herbergjum. Hámarks byggingamagn verður 5.000 m2.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og aðalskipulagsbreyting verði unnið samhliða.
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykktir heimild til deiliskipulagsgerðar skv. meðfylgjandi tillögu. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins í samræmi við 1.mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

16.Aðalskipulags breyting - Strengur milli Rimakots og Vestmannaeyja

2306050

Landsnet hf. óskar eftir aðalskipulagsbreytingu vegna lagningu tveggja nýrra 66 kV strengja til Vestmannaeyja, Vestmannaeyjalínu 4(VM4) og Vestmannaeyjalínu 5 (VM5). Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á gildandi aðalskipulagi vegna tveggja nýrra strengja til Vestmannaeyja.
Byggðarráð samþykkir að vinna við breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2020-2032 skv. meðfylgjandi beiðni.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd - 26

2306006F

Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Óskað var eftir umsögnum frá Forsætisráðuneytinu og Umhverfisstofnun, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd mælist til að stikaða leiðin verði unnin í samráði við Björgunarsveitina Dagrenningu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að veita heimild fyrir stígagerð yfir Fimmvörðuháls.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Byggingaráformin voru grenndarkynnt fyrir landeigendum að Steinum 1, Steinum 2, Steinum 3, Steinum 5, Hvassafelli og Hvassafelli 2. Engar athugasemdir bárust til sveitarfélagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir veitingu byggingarleyfis fyrir frístundahúsi að Steinum 2.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd skilar minnisblaði til sveitarstjórnar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og hið nýja staðfang.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila deiliskipulagsgerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Tillagan var auglýst frá 13.júlí 2022 með athugasemdafrest til og með 24.ágúst 2022 sl. Í athugasemd Minjastofnunar var farið fram á skráningu fornleifa sem hefur farið fram. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði athugasemd við öflun neysluvatns og óskaði eftir frekari upplýsingum um fyrirkomulag fráveitu. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali, og felur skipulagsfulltrúa að svara þeim sem gerðu athugasemdir. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Tillagan var auglýst frá 19.apríl með athugasemdafrest til og með 10.maí sl. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Tillagan var auglýst frá 30.nóvember 2022 með athugasemdafrest til 11.janúar 2023. Athugasemd barst frá Vegagerðinni sem brugðist hefur verið við. Nefndin samþykkir uppsetta tillögu að viðbrögðum við athugasemdum í meðfylgjandi skjali. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkomna lýsingu verkefnisins og að hún verðu auglýst í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt því að vera send á umsagnaraðila.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð og aðalskipulagsbreyting verði unnið samhliða.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytingu á gildandi aðalskipulagi vegna tveggja nýrra strengja til Vestmannaeyja.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26
  • Skipulags- og umhverfisnefnd - 26

18.Fjölskyldunefnd - 10

2306007F

Fundargerð staðfest í heild sinni.

19.Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 58

2306004F

Fundargerð staðfest í heild sinni.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 58 Fundarmenn fóru yfir tilnefningar og völdu íþróttamann ársins. Ólafur Örn var beðinn um að láta alla tilnefnda vita og boða þau þann 17. júní.
  • Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd - 58 Ein umnsókn barst og farið var yfir hana. Nefndin leggur til að stofnaður verði hópur með sveitarstjóra, heilsu-, íþrótta og æskulýðsfulltrúa og formanni HÍÆ nefndar sem ræðir við umsækjanda og eldri borgara um hugmyndir að tilhögun starfsins.

20.Samband íslenskra sveitarfélaga; 929. fundur stjórnar

2306066

Fundargerð lögð fram til kynningar.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga; 930. fundur stjórnar

2306067

Fundargerð lögð fram til kynningar.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga; 931. fundur stjórnar

2306091

Fundargerð lögð fram til kynningar.

23.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs; 229 fundur stjórnar

2306090

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

24.Staða almenningsbókasafna á tímum niðurskurða

2306078

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:56.