252. fundur
21. mars 2024 kl. 08:15 - 09:08 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
Árný Hrund Svavarsdóttirformaður
Tómas Birgir Magnússonaðalmaður
Rafn Bergssonaðalmaður
Starfsmenn
Anton Kári Halldórssonsveitarstjóri
Margrét Jóna Ísólfsdóttir
Fundargerð ritaði:Margrét Jóna ÍsólfsdóttirSkrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Formaður byggðarráðs setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð ef einhverjar eru.
1.Ósk um úthlutun lóðar - Ormsvöllur 19
2403065
Spesían ehf óskar eftir því að fá úthlutaðri lóðinni að Ormsvelli 19. Nú þegar hefur fyrirtækið afnotarétt af lóðinni til 10 ára, eða til 31. júlí 2032.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins. Sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna vegna framkvæmdarinnar.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
2.Uppgræðslufélag Fljótshlíðar; Beiðni um styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt 2024
2403067
Lagt fram erindi Uppgræðslufélags Fljótshlíðar þar sem félagið óskar eftir styrk vegna uppgræðslu á Fljótshlíðarafrétt. Félagið vinnur uppgræðslu á afréttinum samkvæmt landgræðsluáætlun 2015-2025.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk til landbótaverkefna á Fljótshlíðarafrétt að upphæð 300.000.- eins og undanfarin ár.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Festi hf óskar eftir 6 mánaða framlengingu á áðurveittu vilyrði fyrir úthlutun lóðanna Höfðavegur 1 til 6 á Hvolsvelli.
Byggðarráð samþykkir að veita 6 mánaða framlengingu á áður veittu vilyrði og gildir það nú til 31. október 2024. Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
Fjölmenningarráð - 3Guests: Birna Sigurðardóttir principal in Hvolsskóli, Sólbjört Gestsdóttir principal in Alda and Justyna Lis bilingual teacher at Hvolsskóli.
The Council thanks Birna, Sólbjört and Justyna for an informative talk.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 41Aðalskipulagsbreytingin var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17.janúar til 28.febrúar 2024. Vegagerðin og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gera engar athugasemdir við tillöguna en Náttúrufræðistofnun Íslands fjallar um að mikil uppbygging á svæðinu komi til með að hafa neikvæð áhrif á mikilvægt fuglasvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á, eins og kemur fram í umsögninni, að svæðið er þegar byggt og hefur verið nýtt undir landbúnað. Óskað var eftir umsögnum RML og Minjastofnunar en en engar athguasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd er hlynnt breytingunni enda er ekki um stóra breytingu að ræða. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 41Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 17.janúar til 28.febrúar 2024. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fjallar um nýtingu regnvatns. Brugðist hefur verið við ábendingunum með þeim hætti að ofanvatn fer beint í jörðu og malarpúða. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði sendi til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 41Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi og að það verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 41Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar beiðni landeigenda og vísar í sögulegt kort dana þar sem vísað er í Miðeyjarhólma frá 1906.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 41Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Markaðs- og menningarnefnd - 16Markaðs- og menningarnefnd tilnefnir Hildi Guðbjörgu Kristjánsdóttur sem aðalmann og Konráð Helga Haraldsson til vara, til setu í verkefnastjórn sameiginlegrar atvinnustefnu Rangárþings. Samþykkt samhljóða.
Markaðs- og menningarnefnd - 16Markaðs- og menningarnefnd er mjög ánægð með þann fjölda góðra umsókna sem bárust í Menningarsjóðinn að þessu sinni. Menningarlífið í Rangárþingi eystra er í miklum blóma. Því miður var ekki unnt að styrkja allar umsóknir en Markaðs- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr haustúthlutun Menningarsjóðs Rangárþings eystra. Midgard Adventure 500.000 kr Tónlistarskóli Rangæinga 100.000 kr Sól Hansdóttir 300.000 kr Rótarýklúbbur Rangæinga 150.000 kr Jazz undir Fjöllum 300.000 kr Samþykkt samhljóða
Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Skeiðvangs sem haldinn verður mánudaginn 25. mars 2024.
Lagt fram til kynningar. Fulltrúi sveitarstjórnar í stjórn Skeiðvangs hefur verið Guðmundur Ólafsson, en hann hefur beðist lausnar frá störfum. Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra Rangárþings eystra í hans stað.
Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.