59. fundur 04. maí 2022 kl. 14:00 - 15:00 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Páll Eggertsson
  • Rafn Bergsson
  • Pálína B. Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Birna Sigurðardóttir skólastjóri
  • Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri
  • Ólafur Þórisson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Eyrún Elvarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Eyrún María Guðmundsdóttir 1. varamaður
  • Bjarki Oddsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðrún Lárusdóttir fulltrúi skrifstofu Rangárþings eystra
Dagskrá
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Árný Lára Karvelsdóttir boðaði forföll og Bjarki Oddsson kom í hennar stað.
Arnar Gauti Markússon boðaði forföll og Eyrún María kom í hans stað.
Esther Sigurpálsdóttir boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.

1.Skóladagatal Hvolsskóla 2022-2023

2205006

Birna Sigurðardóttir, skólastjóri, fer yfir skóladagatal Hvolsskóla fyrir næsta skólaár.
Skoðanakönnun var gerð eins og ár hvert og 60% foreldra og 76% starfsmanna, af þeim sem þátt tóku í könnuninni, voru hlynnt því að vera með 170 daga skóladagatal veturinn 2022-2023. Fræðslunefnd leggur til að gerð verði könnun fyrir vor 2023 þess efnis að skólaskjól verði opið lengur fram á vor sem nemur 180 dagar, einnig er lagt til að skólaskjól verði opnað fyrr að hausti 2022 á grundvelli könnunar sem gerð var hjá foreldrum elstu barna í leikskóla og fyrsta bekk Hvolsskóla að hausti.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlagt 170 daga skóladagatal

2.Leikskólinn Örk; leikskóladagatal 2022-2023

2205005

Sólbjört S. Gestsdóttir, leikskólastjóri, fer yfir skóladagatal leikskólans Arkar fyrir næsta skólaár.
Sólbjört kynnir drög að leikskóladagatali fyrir veturinn 2022-2023.
Sólbjört óskar eftir auka starfsdegi á komandi leikskólaári til að starfsmenn komist í starfsmannaferð sem frestað hefur verið frá árinu 2020, enda hefur verið mikið álag á starfsfólki vegna Covid-19 og húsnæðisaðstæðna í leikskólnaum.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti leikskóladagatali 2022-2023.

Fundi slitið - kl. 15:00.