57. fundur
03. maí 2023 kl. 16:30 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
Bjarki Oddsson
Kolbrá Lóa Ágústsdóttir
Ástvaldur Helgi Gylfason
Bjarni Daníelsson
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
Sigurður Orri Baldursson
Ólafur Þórisson
Starfsmenn
Ólafur Örn Oddssonembættismaður
Anton Kári Halldórsson
Fundargerð ritaði:Ólafur Örn OddssonÍþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
1.Samningur við Skyttur 2023
2304106
Nýr samningur við Skotfélagið Skyttur. Markmið samningsins er að efla barna og unglingastarf.
Drög að samningi voru kynnt. Nokkrar athugasemdir voru gerðar og var íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að kynna samning fyrir forsvarsmönnum skotfélagisns Skyttur og fá athugasemdir frá þeim.
2.Samningur við GHR 2023
2304107
Samningur við GHR um barna og unglingstarf.
Drög að samningi voru kynnt fyrir nefndinni. Nokkrar athugasemdir voru gerðar og var og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að kynna samning fyrir forsvarsmönnum GHR og fá athugasemdir frá þeim.
3.Starf umsjónarmanns hreyfingar 60
2304105
Starf umsjónarmanns 60 verkefnisins er laust til umsóknar.
HÍÆ nefnd fór yfir auglýsinguna, gerði smávægilegar athugasemdir og var svo íþrótta- og æskulýðsfulltrúi beðinn um að birta hana.