Menningarnefnd Rangárþings eystra vill árétta að Kjötsúpuhátíðinni 2020 er aflýst. Þ.e. að þeir viðburðir sem að sveitarfélagið hefur staðið fyrir sl. ár eins og súpurölt, hátíðardagskrá, brekkusöngur og brenna verða ekki í ár. Menningarnefnd þykir það afar miður að taka þurfi þessa ákvörðun en vegna þeirra sóttvarnareglna sem gilda í þjóðfélaginu er ekki stætt á öðru.
Menningarnefnd og Umhverfis- og náttúruverndarnefnd munu þó veita verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþing eystra og Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins en þau verða veitt rafrænt.
Menningarnefnd leggur til að fjármagn sem ekki er nýtt í ár vegna Kjötsúpuhátíðar verði lagt í súpusjóð sem mun veita fyrirfram ákveðið fjármagn til einstaklinga/hópa er vilja bjóða upp á súpu á súpuröltinu 2021.
2.Sveitarlistamaður Rangárþings eystra 2020
2007022
Menningarnefnd þakkar kærlega fyrir metfjölda tilnefninga. Verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþings eystra 2020 verða veitt helgina 29. - 30. ágúst.
3.Menningarsjóður - haustúthlutun 2020
2008011
Menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í Menningarsjóð Rangárþings eystra fyrir haustúthlutun 2020. Umsóknarfrestur verður til 11. september 2020.
4.Menningarnefnd; önnur mál
2005006
Nínulundur: Menningarnefnd vill ítreka fyrri bókanir varðandi nauðsynlegar framkvæmdir í Nínulundi og hvetur til þess að þeim verði lokið sem allra fyrst. Núverandi staða er með öllu óviðunandi.
Atgeir: Rætt um veitingu Atgeirsins og umræður um mögulega verðlaunahafa.
Afrekshugur: Rætt um hvar verkefnið er statt. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að kanna hvað veldur töfum á ákvörðunum í málinu.
17. júní: Rætt um aðkomu Menningarnefndar að deginum. Menningarnefnd óskar eftir samstarfi við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa varðandi skipulagningu 17. júní hátíðarhalda 2021.
Menningarnefnd og Umhverfis- og náttúruverndarnefnd munu þó veita verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþing eystra og Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins en þau verða veitt rafrænt.
Menningarnefnd leggur til að fjármagn sem ekki er nýtt í ár vegna Kjötsúpuhátíðar verði lagt í súpusjóð sem mun veita fyrirfram ákveðið fjármagn til einstaklinga/hópa er vilja bjóða upp á súpu á súpuröltinu 2021.